Vilja fá Gylfa aftur til Tottenham

Gylfi fagnar marki með Tottenham.
Gylfi fagnar marki með Tottenham. AFP

Stuðningsmenn Tottenham hafa brugðist við ummælum knattspyrnustjórans Maurico Pochettino sem sagði við fjölmiðla að hann teldi Gylfa Þór Sigurðsson vera fullkominn fyrir Tottenham og það hefði verið synd að hann hafi verið seldur frá félaginu.

Totten­ham keypti Gylfa Þór í stjóratíð Andre-Villas Boas árið 2012 eft­ir að hann hafði átt góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sw­an­sea. Pochett­ino tók við stjóra­starf­inu hjá Totten­ham árið 2014 og úr varð að Gylfi var seld­ur til Sw­an­sea en Totten­ham fékk á móti bakvörðinn Ben Davies.

Gylfi lék 58 deild­ar­leiki með Totten­ham frá 2012 til 2014 og skoraði í þeim 8 mörk.

Gylfi mætir á White Hart Lane á morgun og fær eflaust góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Tottenham en liðið tekur á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Margir stuðningsmenn Tottenham segja að Gylfi hefði átt að fá fleiri tækifæri hjá Tottenham og að þróast og þroskast undir stjórn Pochettino. Hér að neðan má sjá nokkur ummæli stuðningsmanna Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert