Gylfi steinlá á gamla heimavellinum

Harry Kane kemur Tottenham í 1:0 gegn Swansea með marki …
Harry Kane kemur Tottenham í 1:0 gegn Swansea með marki úr vítaspyrnu. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki skemmtilega endurkomu með Swansea á White Hart Lane þegar Swansea sótti Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham tók Swansea í kennslustund en liðið vann stórsigur, 5:0, og hefði sá sigur hæglega getað orðið stærri því Tottenham fékk fullt af færum og sáu Gylfi og félagar aldrei til sólar. Harry Kane og Christian Eriksen skoruðu tvö mörk hvor og Heung-Min Son skoraði eitt.

Slakt gengi Englandsmeistara Leicester heldur áfram en liðið tapaði fyrir botnliði Sunderland á Leikvangi ljóssins, 2:0. Sunderland er þrátt fyrir sigurinn í botnsæti deildarinnar, er stigi á eftir Swansea.

Eftir sex ósigra í röð komst Crystal Palace loks á sigurbraut en liðið lagði Southampton að velli, 3:0, þar sem Christian Benteke skoraði tvö mörk fyrir Lundúnaliðið.

Úrslitin í leikjunum:

Tottenham - Swansea 5:0 (leik lokið)
Crystal Palace - Southampton 3:0 (leik lokið)
Stoke - Burnley 2:0 (leik lokið)
Sunderland - Leicester 2:1 (leik lokið)
WBA - Watford 3:1 (leik lokið)

Bein lýsing frá leikjunum:

90. Leikjunum er lokið.

90. MARK!! Tottenham hefur farið á kostum í dag og Christian Eriksen var að að skora sitt annað mark og koma liðinu í 5:0 gegn Swansea.

90. MARK!! WBA er að tryggja sér þrjú stig en Matt Phillips var að koma liðinju í 3:1 gegn tíu leikmönnum Watford.

85. MARK!! Langþráður sigur hjá Crystal Palace er kominn í höfn en Christian Benteke var að koma liðinu í 3:0 með sínu öðru marki.

84. RAUTT!! Watford er orðið manni færri gegn WBA eftir að Roberto Pereyra var sendur af velli.

80. MARK!! Japaninn Shinji Okazaki gefur Leicester líflínu en hann var að minnka muninn fyrir Leicester á Leikvangi ljóssins.

77. MARK!! Sunderland er komið í 2:0 gegn Englandsmeisturum Leicester. Hver annar en Jermain Defoe skoraði mark heimamanna.

70. MARK!! Tottenham er að slátra Swansea en staðan er orðin 4:0. Daninn Christian Eriksen var að bæta fjórða markinu og sínu öðru í deildinni á tímabilinu.

65. MARK!! Ja hérna. Meistararnir í Leicester eru lentir 1:0 undir á móti Sunderland. Robert Huth varð fyrir því setja boltann í eigið mark.

Leikmenn Sunderlanda fagna marki gegn Leicester.
Leikmenn Sunderlanda fagna marki gegn Leicester. AFP

63. Daninn Christian Eriksen var hársbreidd frá því að skora fjórða mark Tottenham en boltinn smaug fram hjá stönginni eftir aukaspyrnu hans.

61. MARK!! Watford var að minnka muninn gegn WBA með marki frá Christian Kabasele. Markið lá í loftinu en gestir hafa sótt nær látlaust að marki WBA í seinni hálfleik.

50. MARK!! Dagskránni er lokið á White Hart Lane. Harry Kane var að skora sitt annað mark og koma Tottenham í 3:0.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45. Það er kominn hálfleikur í leikjunum fimm. Þegar hafa átta mörk verið skoruð.

45. MARK!! Útlitið er orðið dökkt hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea því Tottenham var að komast í 2:0 með marki frá Kóreumanninum Heung-Min Son.

40. MARK! Tottenham er komið í 1:0 gegn Swansea. Harry Kane skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Kyle Naughton fyrir brot á Dele Alli. Vítaspyrndómurinn var að margra mati rangur en Alli virðist hafa látið sig falla í teignum. Harry Kane hefur þar með skorað 50 mörk í síðustu 70 leikjum sínum í deildinni.

36. MARK!! Mörkunum rignir niður þessar mínúturnar en James Tomkins var að koma Crystal Palace í 2:0 á móti Southamtpon. Palace var fyrir leikinn búið að tapa sex leikjum í röð.

35. MARK!! Stoke hefur tvöfaldað forystu sína gegn Burnley en Marc Muniesa var að bæta við öðru marki.

33. MARK!! WBA er í góðum málum en liðið er komið í 2:0 gegn Watford með marki frá Chris Brunt.

33. MARK!! Framherjinn Christian Benteke var að ná forystunni fyrir Crystal Palace gegn Southampton.

28. Það er enn markalaust í leik Tottenham og Swansea á White Hart Lane en pressan er farin að aukast á mark velska liðsins.

21. MARK!! Stoke var að ná forystunni gegn Burnley með marki frá Jonathan Walters.

16. MARK!! WBA er komið í 1:0 á móti Watford. Varnarmaðurinn Jonny Evans skoraði með skalla.

12. STÖNGIN! Bruno Martins Indi var hársbreidd frá því að koma Stoke yfir á móti Burnley en kollspyrna hans fór í stöngina.

10. Við bíðum enn eftir fyrsta markin en þau hljóta að fara að detta inn fljótlega.

0. Leikirnir eru byrjaðir

0. Gylfi Þór Sigurðsson er að vanda í byrjunarliði Swansea gegn gömlu félögum sínum í Tottenham á White Hart Lane. Gylfi leikur í fremstu víglínu í dag.

0. Enginn Jóhann Berg Guðmundsson er í leikmannahópi Burnley en hann er frá vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert