Ótrúlegur sigur Bournemouth gegn Liverpool

Leikmenn Bournemouth fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Bournemouth fagna sigurmarkinu. AFP

Bournemouth sigraði Liverpool, 4:3, í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool var 3:1 yfir þegar 20 mínútur voru til leiksloka en þrjú mörk heimamenn undir lokin tryggðu þeim öll stigin.

Bournemouth er í 10. sæti með 18 stig eftir sigurinn í dag en gestirnir eru áfram í þriðja sæti með 30 stig.

Liverpool komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Sergio Mané og Divock Origi. Callum Wilson minnkaði muninn fyrir heimamenn úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en Emre Can skoraði þriðja mark Liverpool þegar 25 mínútur voru til leiksloka.

Lokakaflinn var heimamanna en varamaðurinn Fraser minnkaði muninn á 76. mínútu í 3:2. Steve Cook jafnaði metin tveimur mínútum síðar og það var svo varnarmaðurinn Nathan Ake sem tryggði Bournemouth öll stigin.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

90. Leiknum er lokið! Ótrúlegur sigur Bournemouth er staðreynd!

90. MARK!!! Hvað er í gangi hérna? Ake er líklega að tryggja heimamönnum sigurinn. Steve Cook með skot af löngu færi, Karius ver en heldur ekki boltanum og Ake fylgir eftir og skorar! 4:3 fyrir Bournemouth!

90. Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur. Fáum við sigurmark?

79. MARK!! Jahérnahér, heimamenn í Bournemouth eru búnir að jafna metin! Varnarmaðurinn Steve Cook jafnar með frábæru skoti úr vítateignum eftir sendingu frá margnefndum Fraser! 

76. MARK!! Heimamenn minnka muninn í 3:2. Varamaðurinn Fraser fær boltann á vítateigslínu og skorar með góðu skoti, hans fyrsta úrvalsdeildarmark.

64. MARK!! Liverpool skorar og staðan er 3:1. Mane kemur boltanum á Can, sem smellir honum innanfótar snyrtilega í markið!

56. MARK! Wilson skorar af öryggi úr vítinu, staðan 2:1 fyrir Liverpool.

56. Víti! Heimamenn fá vítaspyrnu. Milner brýtur klaufalega á varamanninum Fraser.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45. Fyrri hálfleik er lokið. Liverpool er með tveggja marka forystu.

37. Víti? Heimamenn vildu fá vítaspyrnu þegar Ake fellur í teignum. Firmino virðist fella Ake en dómarinn dæmir ekkert.

23. MARK!! Liverpool bætir öðru markið við undir eins, staðan er 2:0! Origi fær boltann inn fyrir vörn Bournemouth frá Henderson og Boruc fer í algjöra skógarferð. Origi sólar markvörðinn auðveldlega og skorar með góðu skoti í tómt markið.

20. MARK!! Liverpool er búið að skora, Mane með markið. Can með frábæra sendingu inn fyrir og Mane laumar boltanum snyrtilega framhjá Boruc í marki Bournemouth! 1:0 fyrir gestina frá Liverpool.

10. Dauðafæri! Origi fær boltann á fjærstönginni eftir sendingu frá Clyne en hittir ekki boltann! Þarna munaði litlu að Liverpool skoraði fyrsta markið.

7. Ekkert færi litið dagsins ljós í blíðunni í Bournemouth. Gestirnir frá Liverpool eru meira með boltann, gríðarlega ákveðnir.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin má sjá hér að neðan:

Bournemouth: Boruc, Smith, Francis, Cook, Ake, Arter, Gosling, Wilshere, Stanislas, King, Wilson.

Liverpool:  Karius, Clyne, Lucas, Lovren, Milner, Can, Henderson, Wijnaldum, Origi, Mane, Firmino.

Georginio Wijnaldum, leikmaður Liverpool, og Dan Gosling berjast um boltann …
Georginio Wijnaldum, leikmaður Liverpool, og Dan Gosling berjast um boltann í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert