Chelsea og Manchester City kærð

Cesc Fabregas og Fernandinho kljást.
Cesc Fabregas og Fernandinho kljást. AFP

Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að leggja fram kæru á Chelsea og Manchester City eftir atvik sem átti sér stað í leik þeirra um helgina.

Chelsea vann leikinn 3:1 en undir lok hans fékk Sergio Aguero að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot á David Luiz.

Fernandinho, leikmaður City, fékk rautt spjald í kjölfarið og ætlaði allt um koll að keyra en Cesc Fabregas fékk þó ekki brottvísun fyrir sinn þátt í öllum látunum.

Knattspyrnusambandið ákvað í dag að kæra bæði félögin fyrir atvikið en þau hafa frest til 8. desember til þess að áfrýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert