„Frábær úrslit hjá Ludogorets“

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, var himinlifandi með að hirða toppsætið í A-riðli Meistaradeildar Evrópu, en það var ljóst eftir að úrslit kvöldsins lágu fyrir. Arsenal vann Basel 4:1.

Lucas Perez gerði þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni í kvöld en Alex Iwobi gerði fjórða markið. Seydou Doumbia skoraði eina mark Basel en Arsenal endaði þar með á toppnum í A-riðli með 14 stig, tveimur meira en Paris Saint-Germain sem gerði 2:2 jafntefli við Ludogorets í París.

„Mér finnst Ludogorets vera gott lið og í kvöld náðu þeir í mögnuð úrslit sem skila okkur toppsætinu. Það var það sem við vildum,“ sagði Wenger.

„Perez nýtti sér þau mörgu færi sem við fengum í leiknum. Hann er markaskorari eins og þið vitið og þefar uppi mörkin,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert