„Peningarnir hafa áhrif á Rashford“

Marcus Rashford í leik með United.
Marcus Rashford í leik með United. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic í Skotlandi, telur að peningar hafi áhrif á Marcus Rashford, leikmann Manchester United.

Rashford, sem er fæddur árið 1997, komst fyrst í sviðsljósið á síðasta timabili er hann skoraði tvö mörk gegn danska liðinu Midtjylland.

Síðan þá hefur hann blómstrað en Rodgers hefur þó áhyggjur af þróuninni á Englandi sem og öðrum löndum.

„Peningar geta verið spennandi fyrir þá sem eru að horfa á leikinn en í bransanum eru þeir vandamál. Ég sé Rashford sem er fáránlega hæfileikaríkur og hann á í erfiðleikum með að fá mínútur. Það sem ég er að segja er að peningar geta unnið með manni en líka gegn manni,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert