Skoraði gegn sínu eigin félagsliði

Patrick Roberts fagnaði marki sínu gegn Manchester City í kvöld.
Patrick Roberts fagnaði marki sínu gegn Manchester City í kvöld. AFP

Skoska knattspyrnuliðið Glasgow Celtic komst yfir gegn enska liðinu Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikið er á Etihad-leikvanginum. Leikmaður sem er í láni frá City skoraði fyrir Celtic.

Það tók Celtic aðeins fjórar mínútur að komast yfir en það var enski kantmaðurinn Patrick Roberts sem skoraði markið eftir að hann fékk boltann hægra megin á vellinum.

Það sem er áhugavert við markið er það að Roberts er á láni frá Manchester City frá Glasgow Celtic en City setti ekki klásúlu í samning hans að hann mætti ekki leika gegn þeim.

City keypti Roberts frá Fulham á síðasta ári fyrir um það bil 12 milljónir punda en hann spilaði þrjá leiki fyrir City á fyrsta tímabili áður en hann var lánaður til Skotlands fyrir þetta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert