„Vil skora á Old Trafford“

Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimovic fagna marki armenska landsliðsmannsins í …
Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimovic fagna marki armenska landsliðsmannsins í kvöld. AFP

Armenski landsliðsmaðurinn Henrikh Mkhitaryan skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska stórliðið Manchester United í 2:0 sigri á Zorya í lokaumferðinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Mkhitaryan kom til United frá Dortmund í sumar en tók þó sinn tíma í að finna sig hjá félaginu, sérstaklega eftir leik liðsins gegn Manchester City en þá var honum skipt af velli í hálfleik og var þá ekki í náðinni hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, í næstu leikjum.

Hann hefur þó verið frábær í síðustu leikjum og í kvöld skoraði hann svo fyrsta mark sitt fyrir félagið en það kom í byrjun síðari hálfleiks. Hann vonast nú til þess að skora á Old Trafford, heimavelli United.

„Ég hef beðið lengi eftir þessu marki en næsta mark mitt verður á Old Trafford. Ég vil skora á heimavelli,“ sagði Mkhitaryan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert