Gylfi í miklum botnslag

Gylfi Þór Sigurðsson lætur skot vaða í landsleik.
Gylfi Þór Sigurðsson lætur skot vaða í landsleik. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Swansea City eiga sannkallaðan lykilleik fyrir höndum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þeir taka á móti Sunderland í botnslag, en Swansea er í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig og Sunderland er þriðja neðst með 11 stig. Á milli þeirra er Hull City, sem er einnig með 11 stig og mætir Crystal Palace, sem er rétt fyrir ofan með 14 stig.

Swansea vann langþráðan sigur um fyrri helgi, 5:4 gegn Palace í ótrúlegum leik, en steinlá síðan fyrir Tottenham, 5:0, á White Hart Lane um síðustu helgi. „Núna verðum við að snúa blaðinu við og leika til sigurs gegn liði sem er á sömu slóðum og við í deildinni,“ sagði bandaríski stjórinn Bob Bradley í gær, en sigurinn á Palace er sá eini sem Swansea hefur unnið undir stjórn hans. Sunderland, með David Moyes við stjórnvölinn, hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, gegn Bournemouth, Hull og Leicester, og þar með rétt sig af eftir mjög slæma byrjun í deildinni í haust. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert