Manchester United heldur í við toppliðin

Manchester United hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Tottenham Hotspur í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Old Trafford í dag.

Það var Henrikh Mkhitaryan sem skoraði sigurmark Manchester United, en hann skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti eftir góðan undirbúning hjá Ander Herrera. Mkhitaryan varð þar af leiðandi fyrsti armenski leikmaðurinn til þess að skora í ensku úrvalsdeildinni. 

Manchester United er i sjötta sæti deildarinnar með 24 stig og er þremur stigum á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Manchester United er 13 stigum á eftir Chelsea sem trónir á toppi deildarinnar. 

90. Leik lokið með 1:0-sigri Manchester United. 

90. Skipting hjá Manchester United. Ander Herrera fer af velli og Marouane Fellaini kemur inn á. 

90. Sex mínútum bætt við venjulegan leiktíma í seinni hálfleik.   

86. Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot á Michael Carrick, leikmanni Manchester United. 

84. Skipting hjá Manchester United. Henrikh Mkhitaryan fer af velli og Eric Bailly kemur inn á.  

83. Skipting hjá Tottenham Hotspur. Christian Eriksen fer af velli og Georges N'Koudou kemur inn á.  

81. Danny Rose, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot á Henrikh Mkhitaryan

77. Kyle Walker, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

72. Skipting hjá Manchester United. Anthony Martial fer af velli og Marcus Rashford kemur inn á. 

70. Christian Eriksen með gott skot beint úr aukaspyrnu sem David de Gea ver vel. 

67. Skipting hjá Tottenham Hotpur. Moussa Dembele fer af velli og Harry Winks kemur inn á. 

65. Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot á Moussa Dembele. 

64. Paul Pogba aftur aðgangsharður upp við mark Manchester United. Pogba fær sendingu frá Ander Herrera og nær góðu skoti sem Hugo Lloris ver. 

62. Paul Pogbe með frábært skot beint úr aukaspyyrnu  sem smellur í stönginni á marki Tottenham Hotspur alveg við samskeytin. Þarna skall hurð nærri hælum. 

58. Victor Wanyama, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir háskaleik.  

57. Skipting hjá Tottenham Hotspur. Heung-Min Son fer af velli og Moussa Sissoko kemur inn á. 

54. Victor Wanyama fer illa með upplagt marktækifæri, en keníski miðjumaðurinn er einn á auðum sjó eftir frábæra fyrirgjöf Christian Eriksen. Skalli Wanyama fer viðs fjarri marki Manchester United. 

53. Christian Eriksen með skot eftir laglega sókn Tottenham Hotspur sem fer beint á David de Gea sem slær boltann í burtu.   

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Old Trafford. 

45. Hálfleikur á Old Trafford. Manchester United er 1:0 yfir, en það var armenski sóknartengiliðurinn Henrikh Mkhitaryan sem skoraði mark liðsins eftir laglegan undirbúning hjá Ander Herrera. 

36. Heung-Min Son með fínt skot rétt utan vítateigs Manchester United, en David de Gea gerir vel og ver skotið. 

34. Zlatan Ibrahimovic kemst í gott færi eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencina, en Hugo Lloris ver ágætis skot sænska framherjans. 

32. Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, er áminntur með gulu spjaldi fyrir tæklingu á Danny Rose, leikmanni Tottenham Hotspur. 

29. MAAARK. Manchester United - Tottenham Hotspur. 1:0. Henrikh Mkhitaryan kemur Manchester United yfir. Boltinn hrekkur til Ander Herrera eftir að Harry Kane missir botann á slæmum stað inni á miðsvæðinu. Herrera er fljótur að hugsa og sendir hárnákvæma stungusendingu á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með föstu og góðu skoti.  

22. Henrikh Mkhitaryan nær góðu skoti að marki Tottenham Hotspur sem fer í varnarmann. 

19. Chrisian Eriksen með fínt skot beint úr aukaspyrnu sem David de Gea ver auðveldlega. 

12. Dele Alli með fínt hlaup, en skot hans fer hins vegar fram hjá marki Manchester United. 

3. Paul Pogba með fyrsta skot leiksins sem Hugo Lloris ver. 

1. Leikurinn er hafinn á Old Trafford. 

Byrjunarlið Manchester United: David de Gea - Valencia, Jones, Rojo, Darmian - Herrera, Carrick - Martial, Mkhitaryan, Pogba - Ibrahimovic.

Byrjunarlið Tottenham Hotspur: Lloris - Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose - Wanyama, Dembele - Eriksen, Alli, Son - Kane. 

0. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig, en Tottenham Hotspur er hins vegar sæti ofar með 27 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert