Southampton með nauman sigur

Ryan Bertrand og félagar hans hjá Southampton mæta Middlesbrough í …
Ryan Bertrand og félagar hans hjá Southampton mæta Middlesbrough í dag. AFP

Sofiane Boufal tryggði Southampton 1:0-sigur þegar liðið mætti Middlesbrough í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á St. Mary's í dag. 

Mark Boufal var stórglæsilegt, en hann skoraði með föstu og góðu skoti sem fór í fallegum sveig efst í markhornið á marki Middlesbrough. 

Southampton hefur 20 stig eftir þennan sigur og situr í tíunda sæti deildarinnar. Middlesbrough er aftur á móti í 16. sæti deildarinnar með 15 stig. 

90. Leik lokið með 1:0-sigri Southampton. 

80. Adam Clayton, leikmaður Middlesbrough, er áminntur með gulu spjaldi. 

73. Skipting hjá Southampton. Sofiane Boufal fer af velli og Steven Davis kemur inná. 

58. Oriol Romeu, leikmaður Southampton, er áminntur með guldu spjaldi. 

56. José Fonte, leikmaður Southampton, er áminntur með guldu spjaldi. 

53. MAAARK. Southampton - Middlesbrough, 1:0. Sofiane Boufal kemur Southampton yfir með stórglæsilegu marki. Boufal skorar með föstu skoti utan vítateigs Middlesbrough sem fer í fallegum boga efst í markhornð á marki Middlesbrough. 

53. Adam Forshaw, leikmaður Middlesbrough, er ámmingur með gulu spjaldi. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á St. Mary's. 

46. Dusan Tadic fer af velli og Nathan Redmond kemur inná. 

45. Hálfleikur á St. Mary's. Staðan er markalaus í hálfleik. 

45. Sofiane Boufal, leikmaður Southampton, er áminntur með gulu spjaldi.  

22. Dusan Tadic, leikmaður Southampton, er áminntur með gulu spjaldi. 

18. Antonio Barragan, leikmaður Middlesbrough, er áminntur með gulu spjaldi. 

1. Leikurinn er hafinn á St. Mary's. 

Byrjunarlið Southampton: Forster - Martina, Fonte, Van Dijk, McQueen - Clasie, Romeu, Ward-Prowse - Tadic, Boufal, Rodriguez.

Byrjunarlið Middlesbrough: Valdes - Barragan, Chambers, Gibson, Fabio - Clayton, De Roon, Forshaw - Stuani, Fischer, Rhodes.

0. Southampton er í 12. sæti deildarinnar með 17 stig, en Middlesbrough er hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 15 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert