„Ég vil drepa mig“

Kenny Samson.
Kenny Samson. Reuters

Fyrrum landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu og leikmaður Arsenal til margra ára segist tilbúinn að deyja.

Kenny Sansom, sem lék í átta ár með Arsenal og spilaði 86 leiki með enska landsliðinu á árunum 1979 til 1988, segist hafa tapað baráttunni við bakkus og segist reiðubúinn að deyja.

Sansom er 58 ára gamall er orðinn einn og yfirgefinn eftir að fjölskylda hans yfirgaf hann og í viðtali við enska blaðið Mirror kemur fram að hann hafi neitað hjálp frá vini sínum að fara í afvötnun og komast á rétta sporið í lífinu.

„Ég er á versta stað sem ég hef verið á. Ég hef aldrei komist neðar,“ segir Sansom í viðtali við Mirror en vinstri bakvörðurinn hóf feril sinn með Crystal Palace og hefur að auki spilað með Arsenal, Newcastle, QPR, Coventry, Everton, Brentord og Watford en hann lagði skóna á hilluna árið 1994.

„Ég vil drepa mig. Ég hef ekki neitt til að lifa fyrir. Ég vil gleyma lífinu. Ég get þetta ekki lengur og ef ég gæti bundið endi á lífi þá myndi ég gera það. Ég veit að ég er drekka mig í hel en ég held að ég hætti aldrei að drekka. Ég vil það ekki. Það er sannleikur. Ég er búinn að missa allt, fjölskyldu mína, húsið allt vegna þessarar drykkju og veðmála“ segir Sansom.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert