Margir héldu að við myndum tapa í dag

Jurgen Klopp var æstur á hliðarlínunni í dag.
Jurgen Klopp var æstur á hliðarlínunni í dag. AFP

„Margir héldu að við myndum tapa í dag því United hefur gengið allt í haginn undanfarið,“ var það fyrsta sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við fréttamenn eftir 1:1 jafntefli Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

„Við vitum hvað hefur vantað upp á hjá okkur í síðustu leikjum en það var gott að sjá frammistöðu eins og í dag." 

„Við þurftum að sýna kjark, við náðum að skapa svæði sem við vildum og við náðum að skora mark. United byrjaði að beita löngum boltum á Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic og eftir 80 mínútur af erfiðum leik getur verið erfitt að verjast því. Ég var að vonast til að við yrðum heppnir en því miður tókst okkur ekki að klára leikinn.“

„Það var mikið í gangi undir lokin og þetta hefði getað dottið öðru hvoru megin. Við komum hingað til að vinna leikinn og vegna þess erum við ekki neitt rosalega ánægðir með jafntefli,“ sagði Þjóðverjinn skemmtilegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert