Costa æfði einn en aðrir fengu frí

Framtíð Diego Costa er í óvissu.
Framtíð Diego Costa er í óvissu. AFP

Framtíð Diego Costa, framherja Chelsea, er í uppnámi eftir að honum lenti saman við knattspyrnustjórann Antonio Conte á dögunum. Costa var ekki í leikmannahópnum sem lagði Leicester um helgina.

Conte heldur því þó fram að Costa sé meiddur í baki, en talað hefur verð um að himinhátt tilboð frá Kína liggi á borðinu hjá kappanum.

Leikmenn aðalliðs Chelsea fengu frí í dag, en Costa æfði einn. Forsvarsmenn Chelsea segja að það sé til þess að meðhöndla meiðsli hans frekar. Costa hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert