Aron Einar fær nýjan markvörð

Allan McGregor.
Allan McGregor. AFP

Cardiff, félag landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, fékk í dag markvörðinn Allan McGregor á láni frá Hull, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Cardiff er í 18. sæti B-deildarinnar, en McGregor kemur á láni út tímabilið. Hann hefur verið þriðji markvörður Hull og hefur ekkert spilað á tímabilinu. Hann á að baki 35 landsleiki fyrir Skotland.

Alls hafa þrír markverðir komið við sögu hjá Cardiff á tímabilinu. Ben Amos hefur verið fyrstur í goggunarröðinni en þeir Brian Murphy og Ben Wilson hafa allir fengið að spreyta sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert