Man. Utd á ný tekjuhæsta félag heims

Manchester United var síðast á toppi listans leiktíðina 2003-04.
Manchester United var síðast á toppi listans leiktíðina 2003-04. AFP

Manchester United var með hærri tekjur en nokkurt annað knattspyrnufélag í heiminum á síðustu leiktíð, samkvæmt nýrri skýrslu Deloitte.

United náði þar með toppsætinu á listanum af Real Madrid sem hefur verið á toppnum síðustu 11 ár. Tekjur United námu 515 milljónum punda, jafnvirði tæplega 72 milljarða króna, á leiktíðinni 2015-16. Auglýsingatekjur United jukust um 71 milljón punda á milli ára.

United var síðast í efsta sæti tekjulistans vegna tímabilsins 2003-04. Barcelona er áfram í 2. sæti en Real fór niður í 3. sæti. Bayern München er í 4. sæti og Manchester City í 5. sæti, með tekjur upp á 392,6 milljónir punda. Þetta er í fyrsta sinn sem City er í hópi fimm tekjuhæstu félaga heims.

Tekjur Englandsmeistara Leicester fimmfölduðust á milli ára og er liðið í 20. sæti listans. Arenal er í 7. sæti, Chelsea í 8. sæti, Liverpool í 9. sæti, Tottenham í 12. sæti og West Ham í 18. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert