Valencia besti hægri bakvörður heims

Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, í baráttu við Tom Cleverley, …
Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, í baráttu við Tom Cleverley, leikmann Everton, í leik liðanna fyrr í vetur. AFP

Antonio Valencia, ekvadorski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar hjá Manchester United, er besti hægri bakvörður heims um þessar mundir að mati José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United. 

„Að mínu mati ber Valencia höfuð og herðar yfir aðra hægri bakverði í heiminum eins og sakir standa. Valencia hefur bæði staðið sig vel inni á knattspyrnuvellinum og þá er hann frábær karakter utan vallar,“ sagði Mourinho um lærisveinn sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert