Chelsea með átta stiga forystu

Diego Costa fagnar marki sínu í dag.
Diego Costa fagnar marki sínu í dag. AFP

Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:0 sigri á Hull City á Stamford Bridge í dag. 

Diego Costa kom Chelsea yfir í blálok seinni hálfleiks með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Victor Moses.

Chelsea tvöfaldaði forskotið í seinni hálfleik er Gary Cahill skallaði aukaspyrnu Cesc Fabregas í netið af stuttu færi. Chelsea er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar með sigrinum.

Hull er enn í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveim stigum frá öruggu sæti.

Leik lokið. Chelsea nær átta stiga forskoti á toppi deildarinnar. 

80. MAAAARK! Cesc Fabregas á aukaspyrnu utan af kanti sem fer beint á kollinn á Gary Cahill sem skorar með skalla af stuttu færi. 

66. Hull City fer í sókn sem endar með að Michael Dawson reynir skot sem Courtois slær í horn. Það er líf í Hull. 

60. Klukkutími liðinn og enn er Chelsea með 1:0 forystu. Leikmenn Hull hafa barist vel en þeir hafa ekki verið líklegir til að koma boltanum í netið hjá Chelsea. 

Hálfleikur. Chelsea fer með 1:0 forystu í hálfleikinn með marki hjá Diego Costa í blálok fyrri hálfleiks. 

45+7. MAAAARK! Chelsea brýtur ísinn á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Diego Costa klárar af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Victor Moses. 

38. Enn er markalaust á Brúnni. Chelsea er sterkari aðilinn en vörn Hull hefur haldið hingað til. 

25. Lítið um færi hingað til en leikurinn var stöðvaður í langan tíma þegar Gary Cahill og Ryan Mason skullu harkalega saman. 

1. Leikurinn er kominn af stað.

Byrjunarlið Hull City: Jakupovic, Robertson, Maguire, Davis, Huddlestone, Hernandez, Clucas, Elabdellaoui, Dawson, Mason, Evandro

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Azpilicueta, David Luiz, Cahill (c); Moses, Kante, Matic, Alonso; Pedro, Diego Costa, Hazard.

0. Diego Costa er kominn aftur í lið Chelsea en hann var ekki með gegn Leicester í síðustu umferð eftir rifrildi á æfingasvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert