Hann verður að standa í lappirnar

Granit Xhaka er vikið af velli í dag.
Granit Xhaka er vikið af velli í dag. AFP

Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, fylgist enn vel með gangi mála hjá félaginu. 

Hann horfði á Svisslendinginn Granit Xhaka fá beint rautt spjald í 2:1 sigrinum á Burnley í dag og var Henry allt annað en sáttur við miðjumanninn, sem fékk rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á miðjum vellinum. 

Xhaka er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og var þetta níunda rauða spjaldið sem hann fær á ferlinum og í þriðja skiptið síðan hann kom til Arsenal í sumar. 

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta. Hann gerði það sama á móti Swansea,“ sagði Henry. 

„Ég skil þetta atvik ekki. Á móti Swansea var hann að stoppa skyndisókn en þetta var óskiljanlegt í dag. Hann er langt frá eigin marki og liðið hans er 1:0 yfir og það eru 25 mínútur eftir. Hann verður að standa í lappirnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert