Barton klóraði andstæðing

Barton er þekktur skaphundur.
Barton er þekktur skaphundur. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Joey Barton var allt í öllu í leik Burnley þegar liðið tapaði afar óvænt fyrir utandeildaliðinu Lincoln í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag.

Barton virtist klóra andlit leikmanns Lincoln um miðjan seinni hálfleikinn í dag. Barton fékk að líta gula spjaldið fyrir atvikið en Terry Hawkridge leikmaður Lincoln lá og virtist býsna þjáður eftir klórið.

„Joey (Barton) missti stjórn á sér og slæmdi hendinni í átt að Hawkridge. Þegar atvikið er skoðað aftur sést að hann klóraði andlitið á honum. Þetta er lúalegt brot,“ sagði fyrrverandi dómarinn Howard Webb um atvikið.

Fyrr í leiknum hafði Barton hent sér í jörðina eftir að því er virtist litla snertingu frá leikmanni Lincoln. Barton fullyrðir þó á Twitter að leik loknum að hann hefði ekki verið að reyna að fiska leikmann andstæðinganna af velli:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert