Ófarir Leicester City halda áfram

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á hliðarlínunni í leik liðsins …
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Huddersfield Town í dag. AFP

Slæmt gengi Leicester City á yfirstandandi leiktíð heldur áfram, en liðið var slegið út úr 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla af C-deildarliðinu Millwall í dag. Lokatölur í leik liðanna urðu 1:0 Leicester City í vil.

Manchester City og Huddersfield Town sem er í toppbaráttu B-deildarinnar þurfa að mætast aftur eftir markalaust jafntefli liðanna í dag.

Þá bar Middlesbrough sigurorð af Oxford, 3:2, eftir dramatískan leik. Middlesbrough komst 2:0 yfir í leiknum, en Oxford sem leikur í C-deildinni gafst ekki upp og jafnaði metin með tveimur mörkum með skömmu millibili um miðbik seinni hálfleiks.

Það var hins vegar Cristian Stuani sem var hetja Middlesbrough þegar hann skoraði sigurmark liðsins skömmu fyrri leikslok.  

90. Leikjum dagsins er lokið. 

90. MAAARK. Millwall - Leicester City, 1:0. Dramatík á The Den þar sem Shaun Cummings var að koma Millwall yfir. 

86. MAAARK. Middlesbrough - Oxford, 3:2. Cristian Stuani virðist ætla að vera hetja Middlesbrough með því að skora sigurmark liðsins. 

65. MÖÖÖRK. Middlesbrouhgh - Oxford, 2:2. Tvö mörk með skömmu millibili hjá C-deildarliðinu Oxford sem hefur þar af leiðandi jafnað metin gegn úrvalsdeildarliðinu. Skjótt skipast veður í lofti. Það voru Christopher Maguire og Antonio Martinez sem skoruðu mörk Oxford. 

57. Huddersfield er enn í fínum málum gegn Manchester City, þar er staðan markalaus líkt og í leik Leicester City og Millwall.

46. Seinni hálfleikurinn er kominn af stað. 

45. Hálfleikur í leikjum dagsins. 

34. MAAARK. Middlesbrough - Oxford, 2:0. Rudy Gestede tvöfaldar forystu Middlesbrough þegar hann skorar með glæsilegri bakfallsspyrnu. 

27. MAAARK. Middlesbrough - Oxford, 1:0. Grant Leadbitter kemur Middlesbrough yfir með marki úr vítaspyrnu. 

1. Leikir dagsins eru hafnir. 

Collin Quaner, leikmaður Huddersfield Town í baráttu við Aleksandar Kolarov, …
Collin Quaner, leikmaður Huddersfield Town í baráttu við Aleksandar Kolarov, leikmann Manchester City, í leik liðanna í dag. AFP
Jake Cooper, leikmaður Millwall, í orðaskaki við leikmenn Leicester City …
Jake Cooper, leikmaður Millwall, í orðaskaki við leikmenn Leicester City í leik liðanna í dag. AFP
Shinji Okazaki, leikmaður Leicester City reynir að komast framhjá Calum …
Shinji Okazaki, leikmaður Leicester City reynir að komast framhjá Calum Butcher, leikmanni Millwall, í leik liðanna í dag. AFP
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City og Rodolfo Borrell, aðstoðarmaður hans …
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City og Rodolfo Borrell, aðstoðarmaður hans bíða eftir leik liðsins gegn Huddersfield Town. AFP
Það fór vel á með Neil Harris, knattspyrnustjóra Millwall og …
Það fór vel á með Neil Harris, knattspyrnustjóra Millwall og Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Leicester City, fyrir leik liðanna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert