Fékk sér böku á bekknum

Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni í kvöld.
Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/twitter

Hinn 45 ára gamli Wayne Shaw, varamarkvörður enska utandeildaliðsins Sutton United, vakti verðskuldaða athygli í viðureign Sutton og Arsenal í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Shaw, sem vegur 127 kíló og er einn af starfsmönnum vallarins, stóðst ekki mátið og fékk sér eina væna böku á varamannabekknum þar sem hann fylgdist með félögunum sínum etja kappi við úrvalsdeildarliðið.

Shaw hafði í nógu að snúast í allan dag að gera völlinn kláran fyrir stórleikinn og í hálfleik var hann mættur í sjoppuna til að hjálpa til að afgreiða svanga og þyrsta vallargesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert