Vill yfirgefa Arsenal sem allra fyrst

Lucas Pérez hefur átt erfitt uppdráttar.
Lucas Pérez hefur átt erfitt uppdráttar. AFP

Spænski framherjinn Lucas Pérez, sem gekk í raðir Arsenal í sumar, er búinn að fá nóg af því að vera úti í kuldanum hjá liðinu og vill ólmur losna frá félaginu.

Pérez var keyptur frá Deportivo í sumar til þess að auka möguleika Arsenal í framlínunni, en hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við AC Milan á Ítalíu og finnst það spennandi kostur.

„Lucas vill fara sem allra fyrst, hann hefur ekki aðlagast nægilega vel og hefur ekki fengið tækifæri til þess að sýna hvað hann getur. Sama hver verður stjóri liðsins í framtíðinni vill hann fara,“ sagði umboðsmaður kappans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert