„Bökumaðurinn“ er hættur

Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni í gærkvöld.
Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni í gærkvöld. Ljósmynd/twitter

Wayne Shaw, varamarkvörður enska utandeildaliðsins Sutton United, er hættur eftir uppákomuna sem átti sér stað í leik Sutton og Arsenal í bikarkeppninni í gærkvöld.

Shaw, sem er 45 ára gamall og vegur 127 kíló, mun sæta rann­sókn þess efn­is að hann hafi brotið gegn veðmála­regl­um enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins en Shaw fékk sér böku (pie) á bekkn­um þegar seint var liðið á leikinn. Er hann tal­inn hafa vitað af því að veðjað var á að hann myndi fá sér bita af böku á bekkn­um.

Sjá frétt mbl.is: Hörð refsing fyrir bökuátið á bekknum?

Enskir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur Sutton United hafi farið þess á leit við Shaw að hann hætti og varð hann við beiðni þeirra.

„Ég er án samnings núna svo ég er opinn fyrir tilboðum. Kína er í kortunum og Ameríka líka en hins vegar bíð ég eftir tilboði frá Sky Sports, skrifar Shaw á Twitter-síðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert