Tottenham að gefast upp á Sissoko

Moussa Sissoko hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham.
Moussa Sissoko hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham. AFP

Þolinmæði forsvarsmanna Tottenham er sögð á þrotum í garð franska miðjumannsins Moussa Sissoko, þrátt fyrir að hafa borgað stórfé fyrir hann síðasta sumar.

Sissoko var keyptur frá fallliði Newcastle á 30 milljónir punda eftir EM í Frakklandi, þar sem hann átti góðu gengi að fagna. Á hálfu ári hjá Tottenham hefur hann hins vegar verið mikið gagnrýndur og er nú orðaður við brottför til AC Milan á Ítalíu.

Sissoko hefur aðeins byrjað sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, og tíu sinnum komið inná sem varamaður. Hann hefur ekki enn skorað fyrir liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert