Blind á útleið fyrir Pepe?

Daley Blind.
Daley Blind. AFP

Enskir miðlar greina frá því í dag að hollenski knattspyrnumaðurinn Daley Blind sé á leið frá Manchester United í sumar. Það sé liður í hreinsunum sem munu eiga sér stað á Old Trafford.

Hinn 26 ára gamli Blind kom til United sumarið 2014 og kostaði 14 milljónir punda og hefur síðan þá spilað 107 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Í hans stað vilja forráðamenn United krækja í hinn 22 ára gamla Victor Lindelof frá Benfica, sem einnig var orðaður við félagið í janúar.

Þá er hins vegar greint frá því að United gæti gert tilraun til þess að krækja í portúgalska miðvörðinn Pepe frá Real Madrid, en óvíst er hvort hann muni fá framlengingu á samningi sínum við Evrópumeistarana.

Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Pepe.
Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Pepe. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert