Staðfestir að hafa rætt við Rooney um Kína

Wayne Rooney á leið til Kína?
Wayne Rooney á leið til Kína? AFP

Wayne Rooney hefur verið í sambandi við kínverska félagið Tianjin Quanjian, en ekki hefur formlegt tilboð borist frá félaginu.

Þetta segir Fabio Cannavaro, þjálfari liðsins og fyrrverandi fyrirliði ítalska landsliðsins, en Rooney er í morgun sterklega orðaður við brottför frá Manchester United nú þegar. Félagaskiptaglugginn í Kína er opinn til loka þessa mánaðar og gæti hann því farið á næstu dögum.

Til að ýta undir þann orðróm vildi José Mourinho, knattspyrnustjóri United, ekki neita því að Rooney gæti verið á förum þegar hann var spurður út í orðróminn í gær.

Cannavaro staðfesti hins vegar að félag sitt hefði gert tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund, en því hafi verið hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert