„Sýndum hjörtu okkar“

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City, var sáttur með leik sinna manna gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld.

Sevilla hafði betur á heimavelli, 2:1, þar sem Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Englandsmeistaranna með langþráðu marki. Hann hafði spilað í 758 mínútur í öllum keppnum án þess að skora og í kvöld átti hann sitt fyrsta skot á markið í 380 mínútur og það rataði rétta boðleið.

„Við vissum að þeir eru betri en við og eru með mikil gæði í að halda boltanum. Leikmenn Sevilla sýndu gæðin en við sýndum hjörtu okkar. Við sýndum að við höfðum trúna og gáfumst aldrei upp. Þetta gerði mig sáttan,“ sagði Ranieri en hann og lærisveinar hans hafa átt afar erfitt uppdráttar eftir ævintýrið á síðustu leiktíð.

„Kasper Schmeichel og allir áttu góða leik. Kasper varði vítaspyrnu og hjálpaði varnarmönnum sínum. Fyrir okkur er mikilvægt að halda áfram á þessari braut,“ sagði Ítalinn en Leicester tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert