Dyche bjartsýnn á stöðu Jóhanns

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Ljósmynd/twitter

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, tjáði sig í dag um meiðsli landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá liðinu en hann meiddist síðastliðinn laugardag í bikarleik gegn Lincoln.

Burnley mætir í heimsókn til Hull á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni.

„Jóhann Berg Guðmundsson fékk rifu á liðband eftir tæklingu um síðustu helgi. Hann verður pottþétt ekki klár um helgina. Við teljum samt ekki að það sé neitt of alvarlegt. Við vonumst til þess að hann verði orðinn klár fljótlega,“ sagði Dyche við fréttamenn í dag.

Jóhann Berg sagði hins vegar í viðtali á dögunum við 433.is að hann vonaðist til þess að geta tekið þátt í leik gegn Sunderland hinn 18. mars en þá verða sex dagar í næsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni HM þar sem liðið mætir Kósóvó í Shkokder í Albaníu 24. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert