Tekur Mancini við Leicester?

Roberto Mancini.
Roberto Mancini. AFP

Hjá mörgum veðbönkum á Englandi þykir Ítalinn Roberto Mancini líklegastur til að taka við stjórastarfinu hjá Leicester en þau stórtíðindi bárust úr herbúðum Englandsmeistaranna fyrr í kvöld að Claudio Ranieri var rekinn úr starfi.

Mancini er á lausu en hann yfirgaf þjálfarastarfið hjá Inter á Ítalíu í byrjun október á síðasta ári.

Alan Pardew sem var rekinn úr starfi Crystal Palace fyrr á leiktíðinni þykir einnig koma til greina sem Nigel Pearson fyrrverandi stjóri Leicester og Hollendingurinn Guus Hiddink sem um tíma var stjóri hjá Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert