Tottenham er úr leik

Leikmenn Genk fagna eftir að Harry Kane skoraði sjálfsmark.
Leikmenn Genk fagna eftir að Harry Kane skoraði sjálfsmark. AFP

Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2:2 jafntefli gegn belgíska liðinu Gent í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Wembley í kvöld. Gent vann einvígið samanlagt, 3:2.

Christian Eriksson kom Tottenham yfir snemma leiks en Harry Kane varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna metin fyrir Gent á 20. mínútu. Tíu mínútum síðar var Dele Alli leikmaður Tottenham rekinn af velli fyrir ljótt brot. Victor Wanyama kom Tottenham yfir eftir klukkutíma leik en þegar tíu mínútur voru til leiksloka tryggði Jeremy Perbet belgíska liðinu jafntefli og þar með farseðilinn í 16-liða úrslitin.

Belgar geta verið ánægðir en þeir eiga þrjú lið í 16-liða úrslitunum þegar dregið verður til þeirra á morgun en auk Gent eru það Anderlecht og Genk.

Danska meistaraliðið FC Köbenhavn komst áfram þrátt fyrir markalaust jafntefli við Ludogorets en danska liðið vann fyrri leikinn í Búlgaríu, 2:1.

Mikið fjör var í Flórens þar sem heimamenn í Fiorentina töpuðu á heimavelli fyrir Borussia Mönchengladbach, 4:2, og þýska liðið vann samanlagt, 4:3. Lars Stindl var á skotskónum fyrir þýska liðið en hann skoraði þrjú fyrstu mörk liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert