„Yrði algjört brjálæði“

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Einni af goðsögnum Manchester United líst illa á ef Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, ákveður að yfirgefa United og fara til félags í Kína.

Rooney hefur á síðustu dögum verið sterklega orðaður við lið í Kína sem hefur boðið gull og græna skóga og fregnir bárust af því fyrr í dag að umboðsmaður hans væri staddur í Kína.

„Það yrði algjört brjálæði ef hann færi til Kína. Rooney getur áfram spilað fótbolta á hæsta stigi á Englandi, Þýskalandi, Spáni og á Ítalíu. Hann er 31 árs gamall og það er mikið eftir fyrir Rooney að gera í Evrópu,“ segir Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert