Palace sendi meistarana í fallsæti

Christian Benteke og félagar í Crystal Palace sendu Englandsmeistara Leicester …
Christian Benteke og félagar í Crystal Palace sendu Englandsmeistara Leicester í fallsæti með sigri sínum á Middlesbrough í dag. AFP

Romelu Lukaku skoraði annað mark Everton sem vann lærisveina David Moyes hjá Sunderland í endurkomu Skotans á sinn gamla heimavöll í ensku úrvalsdeildinni í dag er fimm leikir fóru fram. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Með markinu jafnaði Lukaku markamet Duncan Fergusons sem markahæsti leikmaður Everton í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en báðir hafa þeir skorað 60 mörk.  Everton hefur 44 stig í 7. sæti deildarinnar en Sunderland áfram á botninum með 19 stig.

Belgíski framherjinn í liði Everton, Romelu Lukaku, í baráttu við …
Belgíski framherjinn í liði Everton, Romelu Lukaku, í baráttu við hinn sænska varnarmann Sunderland, Sebastian Larsson. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni hjá Burnley vegna meiðsla er liðið gerði 1:1 jafntefli við Hull City. Burnley hefur 31 stig í 11. sæti en Hull er með 21 stig í fallsæti. 

Eftir afar magurt gengi jafnaði Crystal Palace Middlesbrough að stigum með 1:0 sigri og hefur liðið því unnið tvö leiki af síðustu fjórum. Liðið lyfti sér upp fyrir Englandsmeistara Leicester og í 17. sætið þar sem það hefur 22 stig, stigi meira en Leicester sem á þó leik til góða.

Þá vann WBA 2:1 heimasigur á Bourmemouth en WBA-liðið í góðri stöðu með 40 stig í 8. sæti deildarinnar. Bournemouth hefur 26 stig í 14. sæti og er aðeins fyrir ofan þéttan fallhættupakkann.

Úrslitin úr leikjunum kl. 15: 
1:1 Hull - Burnley
1:0 C. Palace - Middlesbrough
2:0 Everton - Sunderland
2:1 WBA - Bournemouth
3:1 Chelsea Swansea

16:50 Leikjunum er lokið!

16:37 MARK! Romelu Lukaku með annað mark Everton. Kemur þeim í 2:0.

16:33 MARK! Ekki lengi að jafna! Michael Keane skorar fyrir Burnley. Staðan 1:1 gegn Hull í fallslagnum.

16:30 Tom Huddlestone kemur Hull yfir gegn Burnley!

16:06 Síðari hálfleikur hafinn.

15:50 Hálfleikur!

15:42 MARK! Idrissa Gana að koma everton í 1:0 gegn Sunderland. 

15:34 MARK! Patrick van Aanholt kemur Palace yfir gegn Boro.

15:22 MARK! WBA komið yfir! Gareth McAuley þar að verki! Staðan 2:1.

15:11 MARK! Craig Dawson búinn að jafna metin fyrir WBA. 1:1 er staðan.

15:07 MARK! Joshua King kemur Bournmouth yfir úr vítaspyrnu. Staðan 1:0 fyrir gestina gegn WBA.

15:01 Leikirnir eru farnir af stað!

0. Hull: Jakupovic, Robertson, Maguire, Huddlestone, N'Diaye, Ranocchia, Elabdellaoui, Maloney, Grosicki, Mbokani, Elmohamady
Burnley: Heaton, Ward, Mee, Keane, Lowton, Brady, Westwood, Barton, Boyd, Barnes, Gray

C. Palace: Hennessey, Ward, Tomkins, Sakho, Van Aanholt, Milivojevic, Townsend, Cabaye, Puncheon, Zaha, Benteke. 
Boro: Valdes, Bernardo, Ayala, Gibson, Da Silva, Forshaw, de Roon, Stuani, Ramirez, Downing, Negredo. 

Everton: Robles, Coleman, Ashley Williams, Funes Mori, Baines, Davies, Schneiderlin, Gana, Barkley, Lukaku, Lookman
Sunerland: Pickford, Jones, Kone, O'Shea, Oviedo, Larsson, Gibson, Ndong, Borini, Januzaj, Defoe. 

WBA: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Nyom, Livermore, Fletcher, Chadli, Morrison, Brunt, Rondon.
Bournemouth: Boruc, Smith, Cook, Mings, Daniels, Surman, Arter, Wilshere, Pugh, Fraser, King.

0. Byrjunarliðin úr leikjunum birtast innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert