Bikar fer á loft á Wembley

José Mourinho og Wayne Rooney.
José Mourinho og Wayne Rooney. AFP

Úrslitaleikurinn í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu fer fram í dag en flautað verður til leiks á Wembley klukkan 16.30. Til úrslita leika Manchester United og Southampton.

Þetta verður níundi leikur Manchester United í deildabikarnum. Liðið hefur unnið fjóra og tapað fjórum. United hefur unnið síðustu þrjá úrslitaleiki sína, 2006 gegn Wigan, 2009 gegn Tottenham og 2010 gegn Aston Villa. Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn hjá José Mourinho en Chelsea vann deildabikarinn þrisvar undir hans stjórn, 2005, 2007 og 2015.

Southampton leikur til úrslita í annað sinn en það tapaði fyrir Nottingham Forest í úrslitaleik árið 1979.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert