„Enginn leikmaður Chelsea?“

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsea. mbl.is/Einar Falur

Stuðningsmenn Chelsea voru margir hverjir undrandi þegar Eiður Smári Guðjohnsen deildi draumaliði sínu í draumaliðakeppni á Twitter.

Enginn leikmaður Chelsea komst í liðið, þrátt fyrir að Eiður hafi leikið fyrir liðið í sex ár og unnið enska meistaratitilinn í tvígang. 

Auk þess er Chelsea í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á undan næsta liði, og því vænlegt að hafa bláliða í sínu draumaliði.

„Enginn leikmaður Chelsea, Eiður? Ógeðslegt!“ skrifaði einn notandi á Twitter og fleiri undruðu sig á því sama. Eiður svaraði og viðurkenndi að hann væri ekki besti knattspyrnustjórinn í draumadeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert