Er reiður og vonsvikinn

Ranieri var rekinn á fimmtudagskvöld.
Ranieri var rekinn á fimmtudagskvöld. AFP

Mark Albrighton, vængmaður ensku meistaranna í Leicester, er sár og svekktur vegna orðróma sem hafa sprottið upp eftir að Claudio Ranieri knattspyrnustjóri félagsins var rekinn fyrir helgi.

Ranieri var rekinn á fimmtudagskvöld, níu mánuðum eftir að Leicester varð enskur meistari. Á miðvikudagskvöldið tapaði liðið 2:1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fjölmiðlar telja að nokkrir reyndari leikmenn liðsins hafi fundað með eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, eftir leikinn í Sevilla og lýst óánægju með störf Ranieri.

„Ég tjái mig sjaldan um orðróma og sögusagnir. Hins vegar er ég reiður og vonsvikinn vegna greinar um að ég hafi eitthvað með að gera að knattspyrnustjórinn var látinn fara. Það er ekki satt, samband mitt við stjórann var gott og ég virði hann. Ég ræddi við hann eftir að hann var rekinn og þakkaði honum fyrir allt,“ sagði Albrighton í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

„Ég mun aldrei ná að þakka honum almennilega fyrir alla hjálpina,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert