„Hvað var hann að hugsa?“

Manolo Gabbiadini og Eric Bailly í leiknum.
Manolo Gabbiadini og Eric Bailly í leiknum. AFP

Fyrrverandi leikmaður Southampton, Matt Le Tissier, segir að ákvörðun línuvarðar um að flagga sóknarmanninn Manolo Gabbiadini rangstæðan í upphafi leiks Manchester United og Southampton hafi verið ógeðsleg.

Gabbiadini leit út fyrir að hafa skorað fyrsta mark leiksins á 11. mínútu en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. United komst síðar í 2:0, Southampton jafnaði en Zlatan tryggði United deildabikarinn undir lok leiksins.

„Ef Southampton hefði skorað fyrsta mark leiksins hefði leikurinn spilast allt öðruvísi. Línuvörðurinn verður að taka réttar ákvarðanir í svona leikjum,“ sagði Le Tissier eftir leikinn í dag.

„Hvað var hann að hugsa? Þetta er úrslitaleikur, hann verður að taka réttar ákvarðanir en þessi ákvörðun var ógeðsleg,“ bætti Le Tissier við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert