Prins Alli talar ekki við foreldra sína

Alli lætur stundum skapið hlaupa með sig í gönur, hér …
Alli lætur stundum skapið hlaupa með sig í gönur, hér er hann lengst til vinstri eftir að hafa fengið rauða spjaldið í Evrópudeildarleik með Tottenham í síðustu viku. AFP

Dele Alli komst í fréttirnar í Englandi í dag fyrir heldur óvenjulegar sakir en svo virðist sem kappinn eigi ekki í neinum einustu samskiptum við foreldra sína sem komu fram í fjölmiðlum í dag og sögðu söguna sem er áhugaverðari en flestir myndu búast við.

„Ég skil bara ekki hvað hefur farið úrskeiðis,“ segir móðir Alli, Denise, í viðtali við sunnudagsblað Mirror en faðir Alli, Kehinde, er milljónamæringur og kemur upprunalega frá Nígeríu, þar sem Alli ólst upp lengi vel og bjó við mikil efni í borginni Lagos þar í landi, með þjónustufólk í 10 herbergja húsi og gekk í alþjóðlegan einkaskóla. Alli er einnig prins Yoruba-ættbálksins í Nígeríu og því ekki furða að hann hafi búið við mikil efni í landinu er hann var yngri.

Hann bjó einnig með föður sínum í Bandaríkjunum en fluttist 11 ára gamall á ný til Englands vegna færni hans á knattspyrnuvellinum.

„Það var erfitt fyrir mig að leyfa honum að fara en það var það besta í stöðunni fyrir hann og hans metnað,“ sagði Kehinde, faðir Alli.

„Hann neitar að tala við mig. Mér líður eins og einhver hafi tekið hann frá mér. En ég mun ekki gefast upp á því að reyna að fá hann aftur,“ sagði móðir Alli.

Dele Alli.
Dele Alli. AFP

„Mér líður ekki vel þessa dagana. Ég verð svo leið þegar ég hugsa um að Dele tali ekki við fjölskyldu sína. Ég vil geta faðmað hann og látið hann vita að við elskum hann,“ segir móðir Alli en samkvæmt frétt Mirror brotnaði hún nokkrum sinnum saman er á viðtalinu stóð.

„Ég hef engan áhuga á peningunum hans, ég myndi elska hann jafnmikið ef hann ynni á McDonalds. Við viljum bara son okkar aftur,“ sagði Denise.

Foreldrar Alli hafa ekki séð kappann eftir að hann færði sig um set til Tottenham í febrúar 2015 en þegar það gerðist segir Denise að hann hafi kvatt hana eins og ekkert hafi amað að.

Nú er hann hættur að bera nafnið Alli á treyju sinni, hann notast frekar við Dele, enda segist hann ekki finna fyrir neinni tengingu við Alli-nafnið.

Móðir Denise neitar einnig í viðtalinu í sögusögnum um að hún hafi barist við áfegnisfíkn og segir einnig að Alli hafi aldrei þurft að dveljast hjá vinum hennar og vandamönnum. 

Ég hefði ekki leyft það. Börnin mín eru mér allt,“ segir Denise. „Það hefur verið sagt að ég hafi verið alkóhólisti og að ég hafi látið hann frá mér vegna þess að ég gat ekki séð um hann en það er lygi,“ segir Denise meðal annars en hún leyfi Alli að eigin sögn að dvelja hjá vini sínum oft til lengri tíma þar sem hann bjó nær því sem Alli æfði.

„Ég vildi gefa honum bestan möguleika á að upplifa draum sinn,“ segir Denise.

Umfjöllun Mirror má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert