Leicester ræðir við Hiddink

Guus Hiddink.
Guus Hiddink. AFP

Enskir fjölmiðlar orða Hollendinginn Guus Hiddink við knattspyrnustjórastöðuna hjá Englandsmeisturum Leicester City í dag.

Leicester er í stjóraleit eftir að Ítalanum Claudio Ranieri var sagt upp störfum fyrir helgina en eftir úrslit helgarinnar eru Englandsmeistararnir komnir í fallsæti en geta komist upp úr því með sigri gegn Liverpool á heimavelli í kvöld.

The Times spáir því að Hiddink verði ráðinn stjóri Leicester út tímabilið en þessi 70 ára gamli þrautreyndi þjálfari hefur áður tekið við liði á Englandi eftir brottrekstur stjóra en Hiddink tók við liði Chelsea á síðustu leiktíð eftir að José Mourinho var rekinn úr starfi.

The Times segir að viðræður við Hiddink séu aðeins farnar af stað og verður framhaldið eftir leikinn við Liverpool í gær en Martin O'Neill er sagður hafa hafnað að taka við liðinu en O'Neill var við stjórnvölinn hjá Leicester frá 1995 til 2000 en er nú landsliðsþjálfari Íra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert