„Er dásamleg manneskja“

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Franska goðsögnin Eric Cantona sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árum áður hrósar Svíanum Zlatan Ibrahimovic í hástert.

Zlatan, sem er 35 ára gamall, hefur farið á kostum með Manchester-liðinu sem gekk til liðs við það fyrir tímabilið frá franska meistaraliðinu Paris SG. Margir hafa líkt Zlatan við Cantona, sem sló í gegn með Manchester United og er í guða tölu hjá mörgum aðdáendum United.

„Hann er frábær leikmaður og er með sterkan persónuleika. Hann hefur spilað með liðum eins og AC Milan og Barcelona svo hann veit hvernig það er að spila undir pressu. Hann hefur líka sýnt að hann er dásamleg manneskja. Það eru til tvær tegundir af eldri leikmönnum. Ein sem líkar ekki við unga leikmenn og getur eyðilagt þá en Zlatan vill hjálpa þeim yngri og það er mjög mikilvægt,“ segir Cantona.

Zlatan hefur skorað 26 mörk fyrir Manchester United á leiktíðinni, 15 í deildinni, 5 í Evrópudeildinni, 4 í deildabikarkeppninni, 1 í bikarkeppninni og 1 í leiknum um Samfélagsskjöldinn.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert