Nýttum okkur fjölmiðlaumræðuna

Christian Fuchs.
Christian Fuchs. AFP

Austurríski bakvörðurinn Christian Fuchs segir að leikmenn Leicester hafi nýtt sér fjölmiðlaumræðuna í kringum félagið sem hvatningu fyrir leikinn gegn Liverpool í gærkvöld.

Eftir hörmulegt gengi sem endaði með því að knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá Englandsmeisturunum í síðustu viku sýndu liðsmenn Leicester takta frá síðustu leiktíð og unnu verðskuldaðan sigur gegn Liverpool, 3:1. Fyrir leikinn hafði Leicester tapað fimm deildarleikjum í röð og var eitt liða úr fimm efstu deildunum á Englandi sem ekki hafði skorað mark í deildarkeppninni á árinu 2017.

„Það var mikið skrifað í blöðunum um hina ýmsu hluti og margir þeirra voru ósannir en þetta kveikti í okkur. Við vildum sýna úr hverju við erum gerir. Þið sáuð Leicester-liðið eins og það var á síðustu leiktíð.

Hver leikur fyrir okkur er núna úrslitaleikur. Við viljum halda okkur í deildinni og við getum svo sannarlega byggt ofan á þennan leik,“ segir Fuchs, sem lagði upp þriðja mark sinna manna sem Jamie Vardy skoraði með skalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert