Alli ætlar aldrei að biðjast afsökunar

Dele Alli með boltann í gær.
Dele Alli með boltann í gær. AFP

„Ég ætla aldrei að biðjast afsökunar á að vilja vinna og gera mitt besta,“ segir Dele Alli, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Tottenham. Alli fékk rautt spjald gegn belgíska félaginu Gent í Evrópudeildinni í síðasta mánuði, ásamt því að hann fór í þriggja leikja bann fyrir að kýla Claudio Yacob, leikmann WBA, á síðustu leiktíð. 

Alli skoraði fjórða markið sitt í síðustu fjórum leikjum í 2:1 sigrinum á Southampton í gær og segist hann hafa lært af mistökunum. 

„Ég er klárlega orðinn rólegri en ég var, en það er mikilvægt fyrir mig að vera æstur. Ég mun aldrei hætta því þegar ég spila fótbolta. Þjálfarinn minn veit hvernig ég er og ég ætla ekki að breytast, sama hvað,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert