Sir Alex snýr aftur á hliðarlínuna

Sir Alex Ferguson snýr aftur.
Sir Alex Ferguson snýr aftur. AFP

Sir Alex Ferguson hefur samþykkt að stýra Manchester United í leik sem verður spilaður til heiðurs Michael Carrick, sem hefur verið í rúm tíu ár hjá félaginu og spilað yfir 300 leiki á þeim tíma. 

Liðið sem Sir Alex kemur til með að stýra er svokallað Manchester United 2008, og mun innihalda leikmenn sem unnu Meistaradeildina með félaginu það árið.  

Harry Redknapp, þjálfari Carrick hjá West Ham, mun þjálfa úrvalslið Michael Carrick, sem inniheldur leikmenn sem Carrick spilaði með í gegnum tíðina og þar á meðal Steven Gerrard og Frank Lampard. Leikurinn fer fram í sumar. 

„Það besta við þetta er að ég fæ að hitta leikmennina aftur. Ef allir leikmenn mæta verður þetta frábær skemmtun,“ sagði Sir Alex. 

„Ég er himinlifandi með að Carrick sé að fá heiðursleik. Leikmenn vilja oft vera lengi hjá United því þetta er svoleiðis félag. Leikmenn voru yfirleitt í tíu ár eða meira þegar ég var þjálfari og það segir ýmislegt,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert