Klopp með fyrrum United mann í sigtinu

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er sagður hafa augastað á fyrrverandi leikmanni Manchester United og vill fá hann í sínar raðir í sumar.

Leikmaðurinn sem um ræðir er miðvörðurinn Michael Keane sem er uppalinn hjá Manchester United en fór frá liðinu árið 2015 og gekk til liðs við Burnley.

Keane, sem er 24 ára gamall, hefur átt góðu gengi að fagna með Burnley og unnið sér inn það orðspor að vera talinn einn af betri varnarmönnunum í ensku úrvalsdeildinni.

En það eru fleiri lið en Liverpool sem er með Keane í sigtinu því Chelsea, Manchester City, Everton og Leicester eru öll sög hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn til liðs við sig í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert