Óvænt félagaskipti Schweinsteigers

Bastian Schweinsteiger er á förum frá Manchester United.
Bastian Schweinsteiger er á förum frá Manchester United. AFP

Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Manchester United til síðustu tveggja ára, er búinn að semja við bandaríska liðið Chicago Fire.

Bandaríska blaðið Chicago Tribune greinir frá þessu. Schweinsteiger gæti farið til liðsins í næstu viku en það veltur á því hvenær hann fær vegabréfsáritun.

Schweinsteiger er 32 ára gamall og hefur verið úti í kuldanum hjá José Mourinho en hann kom til liðsins frá Bayern München árið 2015. Hann hefur aðeins spilað 18 leiki með Manchester-liðinu.

Að sögn Chicago Tribune hefur Schweinsteiger skrifað undir eins árs samning sem tryggir honum 4,5 milljónir dollara í laun, jafngildi 488 milljóna króna, og verður hann einn launahæsti leikmaður í bandarísku MLS-deildinni.

„Í gegnum minn feril hef alltaf leitað eftir tækifærum þar sem ég vonast til að hafa jákvæð áhrif og til að gera eitthvað frábært. Koma mín til Chicago Fire er ekkert öðruvísi. Ég er sannfærður um framtíðarsýn félagsins og ég vil hjálpa því með þetta verkefni,“ segir Schweinsteiger við Chicago Tribune.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert