Vardy hótað lífláti

Jamie Vardy ásamt Mark Albrighton.
Jamie Vardy ásamt Mark Albrighton. AFP

Enska framherjanum Jamie Vardy var hótað lífláti af reiðum stuðningsmönnum Leicester City, sem ásökuðu hann um að vera ástæðan fyrir því að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Leicester, var vikið frá starfi í síðasta mánuði. 

Talið var að Vardy hafi verið einn af nokkrum leikmönnum félagsins sem sat fund með eigendum þess, rétt áður en Ranieri var rekinn. Vardy hefur sjálfur vísað þessum ásökunum á bug. 

„Það var talið að ég hafi setið fund með eigendum Leicester beint eftir fyrri leikinn við Sevilla í Meistaradeildinni, en það er ekki rétt, ég var í lyfjaprófi í þrjá tíma eftir leik. Fólk les þetta og trúir þessu og fer að hóta mér og fjölskyldunni minni lífláti, bæði á netinu og úti á götu,“ sagði Vardy. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert