Ræða ekki strax við Özil og Sánchez

Alexis Sánchez og Mesut Özil.
Alexis Sánchez og Mesut Özil. AFP

Arsene Wener, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að samningaviðræður við lykilleikmenn liðsins verði að bíða þar til eftir tímabilið.

Þeir Mesut Özil og Alexis Sánchez eiga báðir rúmt ár eftir af samningum sínum og ekki hefur náðst samkomulag við þá eins og staðan er núna. Allar frekari viðræður verða að bíða.

Arsenal er nú í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað fjórum leikjum af síðustu fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert