Slær United eigið met?

José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Manchester United setti nýtt met síðastliðið sumar þegar það keypti franska miðjumanninn Paul Pogba frá Juventus og nú gæti félagið slegið það met í sumar.

Manchester United greiddi 89 milljónir punda fyrir Pogba en að því er fram kemur í enska blaðinu Manchester Evening News hefur United mikinn áhuga á að fá hinn 18 ára gamla Kylian Mbappe til liðs við sig frá Mónakó í sumar.

Mbappe er franskur framherji og er talinn með þeim allra efnilegustu í heiminum í dag. United gæti þurft að punga út 95 milljónum punda til að fá leikmanninn í sínar raðir en hann er afar eftirsóttur ólíklegt er talið að Mónakó geti haldið honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert