Suárez fór næstum til Arsenal

Luis Suarez fór mikinn hjá Liverpool.
Luis Suarez fór mikinn hjá Liverpool. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur upplýst að félagið hafi verið hársbreidd frá því að kaupa Luis Suárez þegar hann var á mála hjá Liverpool.

Suárez var talinn hafa verið með 40 milljón punda klásúlu í samningnum sínum sem Arsenal bauð árið 2013, en forráðamenn Liverpool komu í veg fyrir söluna.

„Við vorum með samkomulag við Suárez áður en kauptilboð var samþykkt þar sem við héldum að hann væri með klásúlu. En við vorum búin að ná saman við leikmanninn sjálfan, þið getið spurt hann,“ sagði Wenger við beInsports.

„Ég er handviss um að hann vildi koma til okkar, en Liverpool hélt honum áfram og gerði svo betri samning við hann áður en hann fór annað,“ sagði Wenger, en Suárez var hjá Liverpool í átt ár í viðbót áður en Barcelona keypti kappann fyrir 75 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert