Ég er ekki heilalaus

Granit Xhaka í baráttunni við Arjen Robben.
Granit Xhaka í baráttunni við Arjen Robben. AFP

Granit Xhaka, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er orðinn þreyttur á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið og segist hann líta út eins og heilalaus vitleysingur vegna ensku pressunnar

Xhaka er harður í horn að taka og hefur hann fengið tvö rauð spjöld í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hann fékk tvö gul spjöld gegn Swansea í október og beint rautt spjald í leik gegn Burnley í nóvember. Hann hefur alls fengið níu rauð spjöld á síðustu þremur leiktíðum. 

Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt Svisslendinginn. Hann sagði Xhaka vera latan og það væri augljóst að hann væri ekki að æfa tæklingar á æfingasvæðinu. 

„Það særði mig að sjá þessi ummæli. Það kom ekki frá félaginu heldur fyrrum leikmönnum sem vita ekkert um mig. Fólk sem veit ekkert um hvernig ég æfi lætur mig líta út eins og heilalausan vitleysing, sem ég er ekki,“ sagði Xhaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert